Á fimmtudaginn fór fram úrslit í Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk. Tveir keppendur frá hverjum grunnskólanna komu saman í Breiðholtskirkju og lásu upp sögur og ljóð. Allir keppendur stóðu sig mjög vel. Sigurvegarar voru úr Hólabrekkuskóla og Ölduselsskóla. Fyrir hönd Fellaskóla kepptu þau Jan Miguel Basalan og Kristín Ros Guevarra Tomara . Varamaður var Eranda Elina Kastrati. Okkar fólk undirbjó sig mjög vel undir stjórn kennara síns, Írisar Scheving Þórarinsdóttur, og stóðu sig afar vel.