Nemendaráð - Fellaskóli

Nemendaráð Fellaskóla

Almennar upplýsingar

Nemendaráð Garðaskóla skólaárið 2016-2017 er skipað 7 nemendur úr öllum árgöngum.

Nemendaráð fundar reglulega í mánuði. Markmið nemandaráðs er að vinna að hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Nemendaráð kemur meðal annars að jafnréttismálum, matarmálum,  húsnæði, umhverfismálum og öðru sem viðkemur málefnum nemendum skólans.

Einn fulltrúi úr nemendaráði situr í skólaráði Garðaskóla og annar í ungmennaráði Garðabæjar.

Nemendur Garðaskóla, ef þið eruð með ábendingar um það sem má betur fara eða það sem þið eruð ánægð með þá er hugmyndakassi í matsal. Nemendaráðið fer yfir allar hugmyndir og ábendinga reglulega sem berast og kemur þeim í réttan farveg. 

Reglur um nemendaráð Garðaskóla

• Ráðið heitir Nemendaráð Garðaskóla.
• Markmið nemendaráðsins er að vinna að hagsmuna- og velferðarmálum nemenda.
• Í ráðinu skulu sitja a.m.k. 8 fulltrúar. í það minnsta tveir frá hverjum árgangi
• Val á fulltrúum í ráðið fer þannig fram að skólastjórnendur kynna ráðið fyrir öllum nemendum á haustin. Áhugasamir nemendur bjóða sig fram við þá. Ef margir sækja um er boðað til kosninga innan hvers árgangs.
• Ráðið kemur saman til fundar 2-3 í mánuði.
• Þess er vænst að nemendaráðsfulltrúar séu fyrirmyndir annara nemenda og séu tilbúnir að vinna í þágu þeirra.
• Nemendaráðsfulltrúar bera upp mál til umfjöllunar á fundum ráðsins.
• Nemendaráðsfulltrúar bregðast við öllum málum sem borin eru upp.
• Nemendaráðsfulltrúar skiptast á að stjórna fundunum.
• Einn ritari er ráðinn og ritar fundargerðir.
• Verði nemendaráðsfulltrúar uppvísir af ósæmilegri hegðun á fundum eða utan þeirra geta þeir misst rétt til setu í nemendaráði

Fréttir úr starfi

Titill

 Í upphafi árs hefja nokkrir nýir starfsmenn störf við Fellaskóla. Bjarney Guðmundsdóttir Blöndal er nýr umsjónarkennari í 2. bekk en Þuríður Helga Guðbrandsdóttir lætur af störfum síðar…

Nánar