Námsmat
Námsmat er órjúfanlegur hluti náms og kennslu. Megintilgangur námsmats er að leiðbeina nemendum um námið og hvernig þeir geti náð markmiðum þess. Námsmat á að vera upplýsandi og hvetjandi. Áhersla er lögð á þátttöku nemenda í námsmati og að námsmat leiðbeini þeim til að ná markmiðum náms. Námsmat er hæfnimiðað, en hæfni nemenda felst í þekkingu og leikni nemandans og hversu vel honum gengur að hagnýta sér þessa tvo þætti til framfara.
Námsmat fer fram jafnt og þétt á námstímanum. Námsmatsaðferðir eru fjölbreyttar, endurspegla áherslur í kennslu og taka mið af nemendahópnum. Áhersla er lögð á leiðsagnarmat, eða endurgjöf og samræður nemenda og kennara í námsmati. Markviss endurgjöf felst í skýrum námsmarkmiðum og upplýsingum til nemenda um til hvers er ætlast af honum, hvernig honum gengur að tileinka sér það sem lagt er upp með og hvernig hann nýtir áfram það sem hann hefur lært. Niðurstöður námsmats eru nemendum og foreldrum aðgengileg í verkefnabókum í Mentor.
Námsmat í Egilsstaðaskóla er tvíþætt. Annars vegar er metin lykilhæfni og hins vegar hæfni á námssviði. Lykilhæfni er sú hæfni sem snýr að nemandanum sjálfum og er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans. Hún tengist öllum námssviðum. Lykilhæfni skiptist niður í fimm flokka; tjáning og miðlun, skapandi hugsun og frumkvæði, sjálfstæði og samvinnu, nýting miðla og upplýsinga, mat á eigin námi, metnaður og ábyrgð og að lokum samskipti og virðing. Eftirfarandi er yfirlit lykilhæfni með megináherslum hvers stigs.