Menningarmót í Fellaskóla
Menningarmót var haldið í 8. bekk í Fellaskóla í morgun, tíunda árið í röð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kom af því tilefni í heimsókn í sinn gamla skóla og rifjaði upp með nemendum þegar hún stundaði þar nám. Hún sagðist búa að þeirri reynsla alla tíð að hafa verið í skólanum og síðasta árið formaður í nemendafélaginu. það hefði verið krefjandi starf og þroskandi og sem ráðherra fyndist henni oft að hún væri í sama starfa. Kristin R. Vilhjalmsdottir innleiddi menningarmót í grunnskólum borgarinnar og opnaði mótið í Fellaskóla í morgun með nemendum sem buðu gesti velkomna á hinum ýmsu tungumálum sem töluð eru í skólanum, en þau eru hátt í fjörutíu. Fellaskóli er því sannkallaður fjölmenningarskóli!