Samstarf Melaskóla og Hagaskóla
Á hverju vori er haldinn kynningarfundur fyrir nemendur 7. bekkja og foreldra þeirra. Á þann fund mæta skólastjóri Hagaskóla, fulltrúar frá lögreglu og ÍTR.
Umsjónarkennarar 7. bekkja fara síðan í heimsókn með bekkina út í Hagaskóla í lok maí. Þar taka skólastjórnendur á móti nemendum og fræða þá um skólastarfið og sýna þeim skólann.
Kennarar Melaskóla og Hagaskóla hittast á fundum á vorin og fara yfir stöðu nemenda.
Samstarf Melaskóla og leikskóla í Vesturbæ
Haustið 2003 hófst samstarf skólans við sex leikskóla í hverfinu. Markmiðið með starfinu er m.a. að auðvelda börnunum að koma yfir í grunnskólann og auka skilning kennaranna á starfi hvers annars. Samstarfið felst í gagnkvæmun heimsóknum nemenda og kennara og auknum heimsóknum leikskólabarna í Melaskóla veturinn áður en þau hefja grunnskólanám. Ferlinu lýkur í síðari hluta maí mánaðar en þá er öllum börnum sem skráð eru í 1. bekk skólans boðið í heimsókn einn eftirmiðdag. Boðsbréf eru send heim til nemenda.